fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Daniel Farke varar við því að setja of mikla pressu á hinn unga Gilmour

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 15:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billy Gilmour var frábær með Norwich í vináttuleik gegn King’s Lynn Town á föstudaginn.

Daniel Farke þjálfari Norwich varaði við því að setja ekki of mikla pressu á Skotann unga. Gilmour er tvítugur og kom á láni frá Chelsea í sumar eftir að hafa nælt sér í Meistaradeildartitil í maí. Lánssamningurinn er ætlaður til að gefa Gilmour fleiri leiki í byrjunarliðinu.

Gilmour er talinn einn af bestu ungu leikmönnum í deildinni. Hann skein í sínum fyrsta leik fyrir Norwich í 3-1 sigri á King’s Lynn á föstudaginn. Gilmour lék fyrri hálfleikinn áður en hann var tekinn af velli. Hann sýndi góðan leikskilning og kunnáttu sína á boltanum er hann stýrði spili leiksins. Hann gaf einnig frábæra sendingu sem minnti helst á Andrea Pirlo.

Farke var fljótur að hæla Gilmour en sagði stuðningsmönnum að leikmaðurinn þyrfti tíma til að aðlagast liðinu. Farke sagði:  „Gilmour er frábær karakter, hann kom á fimmtudaginn eftir smá frí eftir EM. Við sendum hann í nokkur próf og fyrsta æfing hans með liðinu var á föstudagsmorgun. Ég hefði ekki gert það við 37 ára gamlan mann, en það er allt í lagi að henda ungum leikmanni í djúpu laugina. Hann sannaði að hann kynni að synda,“ sagði hann.

Við erum ánægðir að fá hann til okkar en verðum að vera raunsæir. Við viljum ekki hæla honum um of eða setja pressu á hann. Við verðum að vera varkárir. Við skulum ekki segja of mikið, leyfum honum að tjá sig á vellinum. Hann gerði það í þessum leik. Hann sýndi hvað hann gat, gaf góðar sendingar. Hann þarf að aðlagast okkur, vita hvernig á að pressa, það kemur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Í gær

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá