fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Viðurkennir að nýtt form Evrópumótsins hafi verið klúður – ,,Gerum þetta ekki aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann muni aldrei styðja það að Evrópumót í knattpsyrnu yrði haldið um alla álfuna á nýjan leik.

EM sem nú stendur yfir hefur farið fram í ellefu löndum, allt frá Danmörku til Aserbaídjan. Það hefur verið erfitt fyrir marga stuðningsmenn að ferðast. Ekki aðeins vegna langra vegalenda, heldur einnig vegna kórónuveirufaraldursins og mismunandi takmarkanna í löndunum ellefu vegna hans.

Þá hafa sumir stuðningsmenn og leikmenn sumra landa þurft að ferðast mun meira en aðrir. Enska landsliðið og stuðningsmenn þeirra hafa til að mynda aðeins þurft að ferðast frá Englandi í einn leik, aðrir mun meira.

,,Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn sem þurftu að vera í Róm einn daginn og Bakú stuttu síðar,“ sagði Ceferin við BBC. 

Hann sagði einnig að það væri erfitt hversu mismunandi löndin væru, hvað varðar lög og fleira.

,,Við þurftum að ferðast mikið til mismunandi landa, með mismunandi gjaldmiðla. Sum eru í Evrópusambandinu og önnur ekki. Þetta var ekki auðvelt.“

Michel Platini var forseti UEFA árið 2012. Það var þá sem ákvörðun var tekin um að halda EM um alla Evrópu.

,,Þetta form af keppninni var ákveðið áður en ég kom inn og ég virði það. Þetta er áhugaverð hugmynd en það er erfitt að framfylgja henni. Ég held að við gerum þetta ekki aftur,“ sagði Ceferin að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar