Úrslitaleikur Suður-Ameríkukeppninnar fer fram á miðnætti í kvöld. Þar mætast Argentína og Brasilía.
Þetta eru án efa tvö stærstu lið álfunnar. Því er um svokallaðan draumaúrslitaleik að ræða.
Bæði lið unnu sína riðla í keppninni. Argentína vann svo Ekvador og Kólumbíu í útsláttarkeppninni á leið sinni í úrslitaleikinn. Á sama tíma vann Brasilía Síle og Perú á sinni leið.
Helstu stjörnur liðanna eru þeir Lionel Messi, hjá Argentínu og Neymar, hjá Brasilíu.
Leikurinn í nótt er sýndur í beinni útsendingu á Viaplay.
Þess má geta að bronsleikur keppninnar var leikinn síðastliðna nótt. Þar vann Kólumbía Perú, 3-2.