Giorgio Chiellini, varnarmaðurinn reynslumikli, hefur skotið á enska landsliðið fyrir úrslitaleik Evrópumótsins annað kvöld.
Chiellini er leikmaður ítalska landsliðsins. England og Ítalía mætast í úrslitaleiknum.
Leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum. Þetta er sjötti leikurinn af sjö í keppninni sem England fær að leika á heimavelli.
Fyrirkomulag UEFA á EM hefur verið gagnrýnt af mörgum. Leikið var í ellefu löndum um alla Evrópu. Sum lið fengu nokkra heimaleiki í keppninni en önnur enga. Ekkert lið fékk fleiri heimaleiki en England.
,,Það var fyrirsjáanlegt að England færi í úrslitaleik Evrópumótsins því þeir léku sex af þeirra sjö leikjum á heimavelli,“ sagði Chiellini.
Það er spurning hvort að heimavöllurinn hjálpi enska liðinu að vinna sitt fyrsta stórmót síðan 1966. Leikurinn fer fram klukkan 19 annað kvöld að íslenkum tíma.