Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er greinilega ekki bara öflugur á knattspyrnuvellinum.
Myndband af honum þar sem hann spilar körfubolta við félaga sína hefur verið birt. Þar má sjá að Frakkinn kann eitthvað fyrir sér í körfubolta einnig.
Pogba leikur á alls oddi í myndbandinu. Það má sjá neðst í fréttinni.
Leikmaðurinn hefur verið í umræðunni undanfarið vegna stöðunni á samningi hans við Man Utd. Sá rennur út næsta sumar. Pogba hefur verið orðaður við önnur stórlið.
Hann tók að sjálfsögðu þátt í Evrópumótinu með landsliði Frakklands. Liðið datt óvænt úr leik í 16-liða úrslitum gegn Sviss.
Paul Pogba can hoop 🏀👀pic.twitter.com/iEGWL2TINl
— Goal (@goal) July 10, 2021