Margir vinnustaðir og skólar í Bretlandi ætla að leyfa starfsmönnum og nemendum að mæta seinna á mánudag vegna úrslitaleiks Evrópumótsins.
England og Ítalía mætast í úrslitaleiknum á sunnudag. Svakaleg hátíðarhöld brutust út á Englandi eftir sigur liðsins á Danmörku í undanúrslitum. Búast má við enn meiri látum ef liðið sigrar á sunnudag.
Kallað hefur verið eftir því að fríi verði einfaldlega skellt á um allt Bretland á mánudag en svo verður ekki. Í staðinn fá margir að mæta seinna. Þeir vinnustaðir sem ekki hafa enn gefið út leyfi fyrir því eru hvött til að gera það.
Fjórðungur vinnandi fólks á Englandi hefur þegar skráð sig í frí á mánudag. Þá er búist við að margir hringi sig inn ,,veika.“
Leikurinn á sunnudag fer fram á Wembley í Lundúnum. Hann hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.