fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
433Sport

Mourinho hefur miklar áhyggjur fyrir Englands hönd – Þetta er ástæðan

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 15:00

Jose Mourinho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Pickford er sá eini í enska landsliðinu sem Jose Mourinho hefur áhyggjur af fyrir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudag. Pickford hefur aðeins fengið á sig eitt mark á öllu mótinu. Þrátt fyrir það telur Mourinho hann ekki hafa verið nógu öruggan.

England mætir Ítalíu í úrslitunum á sunnudag. Þeir unnu Danmörku í undanúrslitum á miðvikudag. Mourinho kveðst ekki hafa verið sérlega hrifinn af Pickford í þeim leik.

,,Hann var sá eini sem sýndi merki um að vera ekki upp á sitt besta, að vera stressaður. Hann þarf að slaka á,“ sagði Portúgalinn.

,,Markmannsþjálfarinn og Gareth, sem og reynslumiklir leikmenn þurfa að reyna að róa hann niður,“ bætti hann við.

Mourinho segir Pickford aðeis þurfa að hafa einföldu hlutina á hreinu í úrslitaleiknum.

,,Það mikilvægasta þegar þú ert markvörður er ekki það að verja ótrúlega erfið skot, það er að gera ekki mistök í auðveldari aðstæðum.“

Að lokum var portúgalski stjórinn með ráðleggingar til enska markvarðarins.

,,Ég myndi segja við hann ‘slakaðu á, hafðu þetta einfalt, ef þú ert undir pressu er betra að sparka bara langt.’ Hann er góður í því. Það gefur liðinu meiri tíma til að skipuleggja sig.“

Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19 á sunnudag að íslenskum tíma. Leikið er á Wembley í Lundúnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak vill fara frá Newcastle

Isak vill fara frá Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Adam Örn í Leikni

Adam Örn í Leikni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea fær alvöru samkeppni

Chelsea fær alvöru samkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle gefst ekki upp og undirbýr annað tilboð

Newcastle gefst ekki upp og undirbýr annað tilboð
433Sport
Í gær

Líklega að snúa aftur heim aðeins 26 ára gamall

Líklega að snúa aftur heim aðeins 26 ára gamall
433Sport
Í gær

Freyr og hans menn í slæmum málum – Sævar Atli komst á blað en útlitið svart

Freyr og hans menn í slæmum málum – Sævar Atli komst á blað en útlitið svart