Sparkspekingurinn Gary Lineker hefur gefið þeim áhorfendum sem verða á Wembley á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudag mikilvæg skilaboð. Hann hvetur þá til að baula ekki á þjóðsöng Ítala.
England og Ítalía mætast í úrslitaleiknum. Ítalir unnu Spánverja í undanúrslitum. England vann Dani.
Í leiknum gegn Danmörku gerðu fjölmargir stuðningsmenn Englands sig seka um að baula á þjóðsöng andstæðingsins er hann var leikinn á vellinum. Lineker vill ekki sjá slíkt á sunnudaginn.
,,Ef þið eruð svo heppin að eiga miða á úrslitaleikinn, gerið það þá að baula ekki á ítalska þjóðsönginn. Í fyrsta lagi þá er hann frábær og þess virði að hlusta á. Í öðru lagi þá er það ógeðslega dónalegt og sýnir mikla óvirðingu,“ sagði hann.
Hvort að ensku fótboltabullurnar fari að ráðum Lineker fyrir leik verður svo að koma í ljós.
Leikurinn á sunnudag hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.