fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Grátlegt fyrir Víking Ó. – Fjölnir hangir enn með í toppbaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum lauk núverið í 11. umferð Lengjudeildar karla.

Grátlegt fyrir Víking Ó. 

Víkingur Ólafsvík tók á móti Grindavík. Leiknum lauk með jafntefli.

Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindvíkingum yfir eftir hálftíma leik. Það var eina mark fyrri hálfleiks.

Harvey Willard fékk tækifæri til að jafna fyrir heimamenn af vítapunktinum á 56. mínútu. Aron Dagur Birnuson í marki gestanna varði þó frá honum.

Emmanuel Eli Keke jafnaði fyrir Víking á 80. mínútu. Kareem Isiaka kom þeim svo yfir á 87. mínútu.

Sigurjón Rúnarsson jafnaði hins vegar fyrir Grindavík í uppbótartíma. Lokatölur 2-2. Svekkjandi fyrir Víking sem var nálægt því að næla í sinn fyrsta sigur.

Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig, 3 stigum á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Víkingur Ó. er langneðst í deildinni með 2 stig.

Fram gerði góða ferð í Mosó

Afturelding tók á móti Fram. Toppliðið vann góðan útisigur.

Óskar Jónsson kom Fram yfir þegar tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 0-1.

Indriði Áki Þorláksson innsiglaði svo sigur þeirra á 75. mínútu. Lokatölur 0-2.

Fram er langefst í deildinni með 31 stig, 9 stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti. Afturelding er með 13 stig í níunda sæti.

Fjölnir sigraði Selfoss

Fjölnir tók á móti Selfoss og vann mikilvægan heimasigur upp á að halda sér í toppbaráttunni.

Ragnar Leósson kom heimamönnum yfir á 7. mínútu. Jóhann Árni Gunnarsson tvöfaldaði forystu þeirra rúmum tíu mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 2-0.

Gary Martin minnkaði muninn fyrir Selfoss á 57. mínútu. Nær komust þeir ekki. Lokatölur 2-1.

Fjölnir er í fjórða sæti með 17 stig. Selfoss er í því tíunda með 9 stig, 2 stigum frá fallsvæðinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak vill fara frá Newcastle

Isak vill fara frá Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Adam Örn í Leikni

Adam Örn í Leikni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea fær alvöru samkeppni

Chelsea fær alvöru samkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle gefst ekki upp og undirbýr annað tilboð

Newcastle gefst ekki upp og undirbýr annað tilboð
433Sport
Í gær

Líklega að snúa aftur heim aðeins 26 ára gamall

Líklega að snúa aftur heim aðeins 26 ára gamall
433Sport
Í gær

Freyr og hans menn í slæmum málum – Sævar Atli komst á blað en útlitið svart

Freyr og hans menn í slæmum málum – Sævar Atli komst á blað en útlitið svart