Rúmlega 26 milljónir Englendinga horfðu á sitt lið vinna Danmörku og tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins á ITV í gær.
England vann undanúrslitaeinvígið við Dani 2-1 eftir framlengdan leik.
Tæplega 68 milljónir búa í Englandi og því í kringum 38% sem sáu leikinn.
Mikil stemmning hefur verið fyrir enska liðinu á mótinu. Nú er liðið komið nær því en nokkru sinni fyrr að tryggja sér Evrópumeistaratitil.
England og Ítalía mætast í úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn.
Over 26 million watched @England’s meritorious victory last night on @itvfootball. Huge numbers again. The final will be off the chart. Look forward to you joining us on @BBCOne on Sunday. 👍🏻
— Gary Lineker 💙 (@GaryLineker) July 8, 2021