fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Samsæriskenningar Ítala og Spánverja um Boris

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 15:00

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir og ítalskir miðlar halda því fram í dag UEFA sé að endurgjalda Boris Johnson þann greiða sem hann gerði sambandinu með því að tala opinberlega gegn stofnun Ofurdeildarinnar í vor. Þetta gerir UEFA, að sögn Gazzetta dello Sport á Ítalíu og Marca á Spáni, með dómgæslu sem er Englandi í hag og með því að leyfa Englandi að vera á heimavelli í flestum leikjum sínum.

Englendingar fengu afar umdeilda vítaspyrnu í framlengingu gegn Danmörku í gær. Þá fór Raheem Sterling ansi auðveldlega niður í teignum. Í Gazzetta dello Sport segir að þetta staðfesti þær grunsemdir að UEFA sé að endurgjalda Boris fyrir vel unnin störf þegar kom að Ofurdeildinni.

Ofurdeildin átti að vera lokuð keppni á milli stærstu liða Evrópu. Ekkert varð þú úr henni eftir kröftug mótmæli. Johnson tók sjálfur virkan þátt í að mótmæla nýju keppninni og hótaði meira að segja að setja á lög til að koma í veg fyrir hana. Fyrir þetta, að sögn ítalska blaðsins, voru Englendingar verðlaunaðir með vítaspyrnu í gær.

Marca tók í svipaðan streng. ,,Við höfum það á tilfinningunni að UEFA yrði ekki ánægt ef að Englandi tekst ekki að vinna EM. Flest lið hafa þurft að ferðast um alla Evrópu og spila án stuðningsmanna sinna. Það var ekki þannig með þá ensku. Þeir hafa spilað sex af sjö leiki í Lundúnum.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands