Kolbeinn Sigþórsson framherji IFK Gautaborgar var að fara að jafna leikinn gegn Elfsborg í gær þegar markvörður liðsins, Anestis tók boltann og skaut framhjá markinu.
Kolbeinn er á sínu fyrsta tímabili með Gautaborg og hefur spilað ágætlega en gengi liðsins hefur verið slakt.
Gautaborg var að tapa 0-1 á heimavelli í gær þegar boltinn barst til Kolbeins í uppótartíma, Kolbeinn var fyrir opnu marki og hefði að öllum líkindum skorað.
Markvörðurinn mætti þá á fleygiferð og sparkaði boltanum framhjá, Kolbeinn varð eðlilega reiður og las yfir honum.
Atvikið ótrúlega má sjá hér að neðan.
Kolbeinn Sigþórsson missar öppet mål på stopptid! pic.twitter.com/wvRkn4TuSZ
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) July 5, 2021