Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til æfinga hjá Everton eftir gott sumarfrí, um er að ræða fyrsta daginn undir stjórn Rafa Benitez.
Everton birtir nokkrar myndir af Gylfa í dag en þar sést hann labba inn á æfingasvæðið með nýja stjóranum.
Benitez tók við Everton í síðustu viku en framtíð Gylfa hefur verið í fréttum, þar hefur því verið kastað fram að Gylfi sé til sölu hjá Everton.
Leikmenn Everton voru sendir í mælingar í dag þar sem þjálfarar liðsins skoða ástand þeirra eftir sumarfrí, ætla má að Gylfi hafi staðið öll þau próf með 10 í einkunn.
Myndir af Gylfa á leið inn á æfingasvæðið og við æfingar í dag má sjá hér að neðan.