fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Pogba slakur í Miami eftir að hafa fengið hraun yfir sig

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba miðjumaður franska landsliðsins og Manchester United sleikir nú sárin eftir vonbrigðin á Evrópumótinu. Franskir fjölmiðlar segja frá því að Pogba sé staddur í Miami í Bandaríkjunum.

Pogba virðist hafa verið blóraböggull samherja sinna í franska liðinu þegar það féll úr leik í 16 liða úrslitum gegn Sviss.

Frakkland tapaði í vítaspyrnukeppni en franskir miðlar segja frá rifrildum leikmanna innan sem utan vallar í leiknum gegn Sviss. Þannig segir í fréttum að Adrien Rabiot samherji Pogba á miðsvæði Frakklands hafi skammað hann ítrekað í leiknum.

Rabiot þoldi ekki hvað Pogba var latur að verjast og lét hann vita af því. Raphael Varane varnarmaður liðsins las svo yfir Benjamin Pavard fyrir ömurlegan varnarleik.

Pavard svaraði fyrir sig og las yfir Pogba sem þótti slappur varnarlega en Pogba skoraði glæsilegt mark í leiknum og annað í vítaspyrnukeppninni. Varnarleikur hans var hins vegar slappur.

Leikmenn Frakklands rifust eins og hundur og köttur eftir leik og voru margir því að leti Pogba hefði verið dýrkeypt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð