Þremur leikjum var að ljúka í 10. umferð Lengjudeildar karla. Grindavík gerði 3-3 jafntefli við Aftureldingu, Grótta sigraði Víking Ó og Fram hafði betur gegn Kórdrengjum í markaleik.
Arnór Gauti Ragnarsson kom Aftureldingu yfir snemma leiks. Sigurður Bjartur Hallsson tók þá við og skoraði tvö mörk og kom Grindavík yfir. Pedro Vazquez jafnaði metin á 74. mínútu og Anton Logi Lúðvíksson kom Aftureldingu yfir þremur mínútum síðar. Símon Logi Thasaphong jafnaði metin undir lok leiks og tryggði Grindavík stig. Stórskemmtilegur markaleikur þarna á ferð.
Grindavík 3 – 3 Afturelding
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson (´13)
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson (´29)
2-1 Sigurður Bjartur Hallsson (´51)
2-2 Pedro Vazquez (´74)
2-3 Anton Logi Lúðvíksson (´77)
3-3 Símon Logi Thasaphong (´90)
Pétur Theódór Árnason gerði þrennu fyrir Gróttu gegn Víkingi Ó í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Víkinga undir stjórn Gauja Þórðar. Anel Crnac og Guðfinnur Þór Leósson skoruðu mörk Víkinga.
Grótta 3 – 2 Víkingur Ó
1-0 Pétur Theódór Árnason (´33)
2-0 Pétur Theódór Árnason (´39)
2-1 Anel Crnac (´50)
3-1 Pétur Theódór Árnason (´57)
3-2 Guðfinnur Þór Leósson (´94)
Fram og Kórdrengir mættust í toppslag kvöldsins og þar hafði Fram betur. Albert Hafsteinsson kom Fram yfir snemma leiks en Aron Þórður Albertsson skoraði sjálfsmark stuttu síðar og jafnaði þar með fyrir Kórdrengi. Albert Hafsteinsson kom Fram aftur yfir á 35. mínútu en Connor Mark Simpson jafnaði stuttu síðar. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir í fyrsta skiptið í leiknum á 52. mínútu en Alex Freyr Elísson jafnaði fimm mínútum síðar. Albert Hafsteinsson fullkomnaði svo þrennuna á 67. mínútu og tryggði Fram stigin þrjú.
Fram 4 – 3 Kórdrengir
1-0 Albert Hafsteinsson (´7)
1-1 Aron Þórður Albertsson (´21, sjálfsmark)
2-1 Albert Hafsteinsson (´35)
2-2 Connor Mark Simpson (´43)
2-3 Leonard Sigurðsson (´52)
3-3 Alex Freyr Elísson (´57)
4-3 Albert Hafsteinsson (´67)
Rautt spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson, Kórdrengir (´55)