Víkingur tók á móti ÍA í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Víkingar sigruðu leikinn 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var vægast sagt ósáttur við vítaspyrnudóminn en allt sauð upp úr og Skagamenn brjálaðir. Jói Kalli hafði þetta að segja eftir leik í viðtali við Stöð 2 Sport.
„Ég fór og spurði hann afhverju hann ákvað að dæma ekki víti til að byrja með, hann sveiflar höndunum alveg klárlega og segir að þetta sé ekki víti. Svo segir hann stuttu síðar að hann hafi bara skipt um skoðun og séð eitthvað annað,“ sagði Jóhannes Karl í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik.
„Það er ekki hægt að sjá eitt móment og segja bara fyrst nei þetta er ekki víti og breyta svo dómnum. Hann fær enga endursýningu.“
„þetta er bara í takt við ákvarðanir hans í leiknum. Við brjótum á okkur fimm sinnum í fyrri hálfleik og fáum fyrir það þrjú gul spjöld. Þetta var bara takturinn hjá honum í leiknum.“
„Hann dauðlangaði að gefa Víking víti í restina og mér finnst þetta sorglegt,“ sagði Jóhannes Karl að lokum í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik.