Manchester United er í viðræðum við Rennes um kaup á Eduardo Camavinga miðjumanni félagsins og ganga viðræðurnar vel. Þetta fullyrðir Fabrizio Romano sérfræðingur í slíkum málum.
Camavinga er 18 ára gamall og leikur með Rennes í Frakklandi. Þrátt fyrir ungan aldur er leikmaðurinn algjör lykilmaður í liði Rennes.
Frakkinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Rennes. Félaginu gæti því legið á að selja hann til að eiga ekki á hættu að missa hann frá sér frítt næsta sumar.
Camavinga á, þrátt fyrir ungan aldur, þrjá landsleiki fyrir A-landslið Frakklands á bakinu. Hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleik sínum gegn Úkraínu.
Romano segir að United hafi lengi haft augastað á Camavinga en PSG hefur einnig áhuga. Rennes er tilbúið að selja hann fyrir um 25 milljónir punda.
Manchester United are progressing in direct contacts to sign Eduardo Camavinga. 🔴 #MUFC
Rennes would be open to negotiate on potential €30m fee – as they’d lose Camavinga for free next summer. 🇫🇷
He’s one of Man Utd long term targets – PSG have always been interested too.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2021