fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Góður gangur í viðræðum United um franska undrabarnið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 08:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er í viðræðum við Rennes um kaup á Eduardo Camavinga miðjumanni félagsins og ganga viðræðurnar vel. Þetta fullyrðir Fabrizio Romano sérfræðingur í slíkum málum.

Camavinga er 18 ára gamall og leikur með Rennes í Frakklandi. Þrátt fyrir ungan aldur er leikmaðurinn algjör lykilmaður í liði Rennes.

Frakkinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Rennes. Félaginu gæti því legið á að selja hann til að eiga ekki á hættu að missa hann frá sér frítt næsta sumar.

Camavinga á, þrátt fyrir ungan aldur, þrjá landsleiki fyrir A-landslið Frakklands á bakinu. Hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleik sínum gegn Úkraínu.

Romano segir að United hafi lengi haft augastað á Camavinga en PSG hefur einnig áhuga. Rennes er tilbúið að selja hann fyrir um 25 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af