fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Verðandi faðir giskaði á rétt úrslit í 16-liða úrslitum og vann pening – Fékk vísbendingu á sónarmyndinni

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. júlí 2021 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskur stuðningsmaður vann 360 pund á veðmáli fyrir leik Englendinga gegn Þjóðverjum. Hann fékk hugmyndina frá ófæddum syni sínum.

Maðurinn á von á barni og á sónarmyndinni er eins og barnið haldi tveimur fingrum á lofti. Hann tók þessu sem svo að England myndi sigra 2-0 og voru stuðlarnir á því góðir. Hann lagði 30 pund undir og vann 360 pund.

“Það er bara frábært að sonur minn hafi spáð rétt fyrir um þetta,” sagði maðurinn við The Sun

“Ég vildi bara að hann hafi sett upp fimm putta svo við hefðum skorað fimm stykki.”

Stuðningsmaðurinn og kærastan ætla að nota peninginn í barnaföt til þess að undirbúa komu drengsins. Myndina má sjá hér að neðan

Mynd frá East Anglia News Service
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina