Enskur stuðningsmaður vann 360 pund á veðmáli fyrir leik Englendinga gegn Þjóðverjum. Hann fékk hugmyndina frá ófæddum syni sínum.
Maðurinn á von á barni og á sónarmyndinni er eins og barnið haldi tveimur fingrum á lofti. Hann tók þessu sem svo að England myndi sigra 2-0 og voru stuðlarnir á því góðir. Hann lagði 30 pund undir og vann 360 pund.
“Það er bara frábært að sonur minn hafi spáð rétt fyrir um þetta,” sagði maðurinn við The Sun
“Ég vildi bara að hann hafi sett upp fimm putta svo við hefðum skorað fimm stykki.”
Stuðningsmaðurinn og kærastan ætla að nota peninginn í barnaföt til þess að undirbúa komu drengsins. Myndina má sjá hér að neðan