Brasilía mætti Síle í 8-liða úrslitum Copa America í nótt. Þar höfðu Brassar betur og sigruðu 1-0.
Lucas Paqueta skoraði eina mark leiksins. Hann kom inn á sem varamaður og þurfti aðeins tæpa mínútu til að setja sitt mark á leikinn.
Brasilía mætir Perú í undanúrslitum.
Gabriel Jesus fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik fyrir að reyna nokkurs konar karatespark en hann fór með takkana í bringuna á Eugenio Mena, leikmanni Síle. Atvikið má sjá hér að neðan.
Man City's Gabriel Jesus shown a red card for this challenge in Brazil's 1-0 #CopaAmerica quarter-final win against Chile 🇧🇷⚽ pic.twitter.com/3KRpJdKZXA
— James Nalton (@JDNalton) July 3, 2021