Joel Hughes setti af stað söfnun og hefur nú safnað yfir 25 þúsund pundum fyrir unga stelpu frá Þýskalandi sem sást hágrátandi í stúkunni þegar Englendingar höfðu betur gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.
Hughes vildi sýna með þessu að það væru ekki allir Bretar hræðilegir eftir að litla stelpan var tekin fyrir á samfélagsmiðlum og gert stólpagrín að viðbrögðum hennar.
Þegar myndband af henni kom á skjáinn á Wembley þá var mikið klappað og fagnað í stúkunni þar sem hún sást grátandi og í miklu uppnámi.
Margir hafa tjáð sig um málið á Twitter og fordæmt hegðun enskra stuðningsmanna, þar á meðn Gary Lineker og Stan Collymore.
Calling out vile online social media abuse
— Joel Hughes (@Joel_Hughes) July 3, 2021
Trying to add a voice of positivity into these increasingly intolerant times
— Joel Hughes (@Joel_Hughes) July 3, 2021
Show the world and our European friends and neighbours that the highly visible, and highly vocal negative minority in the UK do *not* represent us all. And that there is goodwill left.
— Joel Hughes (@Joel_Hughes) July 3, 2021