Tveimur leikjum lauk rétt í þessu í 11. umferð Pepsi-Max deildar karla. Blikar sigruðu Leikni stórt og Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni.
Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir snemma leiks með frábæru skoti. Leiknismenn fóru að sækja eftir markið og fengu nokkur fín færi en inn fór boltinn ekki. Viktör Örn Margeirsson tvöfaldaði forystu Blika á 27. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Gísli Eyjólfsson kom inn á á 65. mínútu og tíu mínútum síðar hafði hann sett tvö mörk eftir flott spil hjá Blikum. Lokaniðurstaðan því 4-0 sigur og Blikar á góðri siglingu.
Blikar eru í 2. sæti með 22 stig en Leiknir er í 9. sæti með 11 stig.
Breiðablik 4 – 0 Leiknir
1-0 Kristinn Steindórsson (´7)
2-0 Viktor Örn Margeirsson (´27)
3-0 Gísli Eyjólfsson (´73)
4-0 Gísli Eyjólfsson (´77)
Stjörnumenn komu sterkir til leiks og sóttu stíft fyrsta korterið. Þá komust gestirnir í sókn og Joey Gibbs kom þeim yfir. Hann var aftur á ferðinni á 38. mínútu og tvöfaldaði forystu gestanna. Nacho Heras kom Keflavík þremur mörkum yfir snemma í seinni hálfleik og allt var þá í blóma hjá Keflavík.
Stjarnan fékk víti snemma í seinni og Hilmar Árni skoraði örugglega úr spyrnunni. Þorsteinn Már Ragnarsson minnkaði muninn á 69. mínútu en lengra náðu Stjörnumenn ekki og 2-3 sigur Keflavíkur því staðreynd.
Stjarnan 2 – 3 Keflavík
0-1 Joey Gibbs (´16)
0-2 Joey Gibbs (´38)
0-3 Nacho Heras (´48)
1-3 Hilmar Árni Halldórsson (´57)
2-3 Þorsteinn Már Ragnarsson (´69)