Norrköping tók á móti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þar hafði Norrköping betur og vann 3-2 sigur.
Tveir Íslendingar voru í byrjunarliði Norrköping en það eru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason.
Annað mark leiksins var alíslenskt en þá skoraði Ari Freyr skoraði eftir stoðsendingu frá Ísaki. Markið má sjá hér að neðan.
Norrköping er í 3. sæti deildarinnar, sex stigum frá Malmö í 1. sætinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) with an assist to Ari Skulason (@Skulason11) 🇮🇸⚽️⭐️👌 https://t.co/Rf1RGrOHtm
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 3, 2021