Ajax tók á móti Koninklijke HFC í æfingaleik í Hollandi klukkan 12 í dag. Þar sigraði Ajax stórt með 6-0 sigri þar sem David Neres skoraði þrennu á þremur mínútum.
Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á í hálfleik og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en hann skoraði mark snemama í seinni hálfleik með laglegum skalla eftir stoðsendingu frá Van Axel Dongen. Markið má sjá hér að neðan á Instagram síðu Ajax. Markið er á síðu 6.
Það verður áhugavert að fylgjast að fylgjast með þessum spennandi leikmanni í framtíðinni en hann er fæddur árið 2004 og uppalinn í Breiðablik.
90. Good start of 21/22 ✅#PreSeason #ajahfc
— AFC Ajax (@AFCAjax) July 3, 2021