Roy Keane telur að Englendingar séu sjálfum sér verstir þegar England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu en hrósaði einnig Gareth Southgate fyrir hvernig hann nær að hafa stjórn á leikmönnum.
„Á mörgum stórmótum hefur verið sirkus í kringum enska liðið en við sjáum það ekki í þessum hóp,“ sagði Keane á ITV.
„Það eru menn með stór egó í hópnum og margir góðir leikmenn hjá stórum klúbbum. En þetta sýnir vel hæfileika Southgate að hafa stjórn á stjörnuleikmönnunum. Stærsta hættan fyrir Englendinga eru þeir sjálfir en þeir eru sjálfum sér verstir.“
„Ég myndi ekki líta of langt fram á við. Southgate hefur róandi áhrif á liðið og lítur bara á næsta leik sem er alltaf erfiðasti leikurinn,“ sagði Keane við ITV.