England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á eftir. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram í Róm. Enskir aðdáendur eru vongóðir um að liðið fljúgi í gegnum þann leik en það er þó einn hængur á.
England sló út Þýskaland á mánudaginn í 16-liða úrslitum. Raheem Sterling og Harry Kane skoruðu mörk Englendinga.
Allir dómarar í leik Englendinga gegn Úkraínu nema einn eru frá Þýskalandi. Enskir aðdáendur eru hræddir við þetta
þar sem enska liðið sló Þjóðverja út í síðasta leik og telja að það gæti haft áhrif á dómgæsluna.
Felix Brych verður á flautunni og er hann af mörgum talinn vera einn besti dómari í heimi.