Englendingar fá enga skrúðgöngu með stuðningsmönnum til að fagna fari svo að liðið verði Evrópumeistari í sumar.
Englendingar eru vongóðir um að fótboltinn sé loksins á leiðinni heim og að 55 ára bið eftir titli sé loksins á enda.
Raheem Sterling og Harry Kane skoruðu mörk Englendinga í 16-liða úrslitum gegn Þjóðverjum. 8-liða úrslitin fara fram í kvöld og þar mætir enska liðið Úkraínu.
Samkvæmt The Times er ólíklegt að enska þjóðin fái að fagna liðinu með skrúðgöngu ef þeir verða Evrópumeistarar.
Enska knattspyrnusambandið á enn eftir að ræða málin og finna aðra leið til þess að heiðra leikmenn ef þeir ná að verða Evrópumeistarar.
Ef ekki væri fyrir Covid-19 hefði liðið líklega ferðast um götur London á rútu og fagnað með aðdáendum sínum.