Úkraína og England áttust við í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þar sigraði England örugglega 0-4.
Harry Kane kom Englendingum yfir snemma leiks eftir góðan bolta frá Raheem Sterling. Englendingar héldu áfram að stjórna leiknum í fyrri hálfleik án þess að ógna og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Englendingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og skoraði Harry Maguire strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Harry Kane skoraði þriðja markið fjórum mínútum síðar og Jordan Henderson bætti við því fjórða á 63. mínútu en þetta var hans fyrsta landsliðsmark.
Englendingar eru því komnir í undanúrslit og þar mæta þeir Dönum.
Úkraína 0 – 4 England
0-1 Harry Kane (´4)
0-2 Harry Maguire (´46)
0-3 Harry Kane (´50)
0-4 Jordan Henderson (´63)
🎶 Que sera, sera… 🎶
We're in the #EURO2020 semi-finals – and we're going (back) to @wembleystadium! pic.twitter.com/fSXJ5vBJBe
— England (@England) July 3, 2021