Tékkland og Danmörk áttust við í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Danir höfðu betur og unnu 1-2 sigur.
Danir byrjuðu leikinn af krafti en Delaney kom þeim yfir með skalla strax á 5. mínútu. Tékkar stjórnuðu leiknum eftir markið en náðu ekki að ógna að alvöru og leikurinn var mikil skák á milli liðanna. Kasper Dolberg tvöfaldaði forystu Dana undir lok fyrri hálfleiks og Danir því með pálmann í höndunum þegar flautað var til leikhlés.
Patrik Schick minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks en lengra komust Tékkar ekki og niðurstaðan því 1-2 sigur Dana sem eru á leið í undanúrslit. Þar mæta þeir annaðhvort Englandi eða Úkraínu.
Tékkland 1 – 2 Danmörk
0-1 Delaney (´5)
0-2 Dolberg (´42)
1-2 P Schick (´49)