fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Solskjær sagður hafa áhuga á að kaupa framherja enska landsliðsins

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur áhuga á því að kaupa Dominic Calvert-Lewin framherja Everton í sumar. Ensk götublöð fjalla um málið.

United gekk í gær frá kaupum á Jadon Sancho kantmanni Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda.

Ole Gunnar Solskjær stjóri United er sagður vilja styrkja sóknarleik liðsins meira og horfir til Calvert-Lewin.

Engar líkur eru taldar á að United rífi fram 150 milljónir punda sem þarf til þess að klófesta Harry Kane framherja Tottenham.

Calvert-Lewin er 24 ára gamall en hann skoraði 21 mark í öllum keppnum fyrir Everton á síðustu leiktíð og kom sér inn í enska landsliðshópinn hjá Gareth Southgate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina