fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Pickford tilbúinn að taka víti ef leikurinn endar í vítaspyrnukeppni

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 20:15

Jordan Pickford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Pickford gæti tekið víti á Evrópumótinu í knattspyrnu ef leikur Englendinga gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum endar í vítaspyrnukeppni.

Fyrir 25 árum klúðraði sjálfur Gareth Southgate vítaspyrnu á Evrópumótinu árið 1996. Hann hefur þó aldrei tapað vítaspyrnukeppni sem stjóri liðsins.

Pickford var hetjan í vítaspyrnukeppni bæði gegn Kólumbíu og Sviss og tók meira að segja víti gegn Sviss fyrir tveimur árum. Hann sendi Yann Sommer þá í vitlaust horn og varði svo sjálfur víti og tryggði þar með Englendingum þriðja sæti í Þjóðadeildinni.

Daily Mail segir að Pickford hafi heillað þjálfara með öryggi sínu á vítapunktinum á æfingum í vikunni og verður á blaði ef Englendingar þurfa að fara í vítaspyrnukeppni gegn Úkraínu.

“Vonandi þurfum við ekki að taka þátt í vítaspyrnukeppni á þessu móti, en ef við gerum það þá verðum við undirbúnir,” sagði Pickford við hlaðvarpsþátt enska landsliðsins.

“Ég æfi mig reglulega að taka spyrnur. Maður þarf að vera til staðar fyrir liðið ef það er kallað á mig. Ég mun stíga upp og taka spyrnu,” sagði Pickford við hlaðvarpsþátt enska landsliðsins.

Þá telur Daily Mail einnig að enska landsliðið hafi æft vítaspyrnur eftir næstum hverja einustu æfingu frá því í september á síðasta ári. Það hefur þó verið aukin áhersla á það síðustu vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög