Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Neville, vonar að Gareth Southgate þjálfari Englands breyti um leikkerfi fyrir leik liðsins í átta liða úrslitum EM gegn Úkraínu.
England mætir Úkraínu á laugardag en búast má við miklu fjöri þegar átta liða úrslitin fara af stað í dag.
Southgate fór í 3-4-3 kerfið í fyrsta sinn í mótinu í sigri gegn Þýskalandi en áður hafði hann spilað 4-2-3-1 kerfið.
Neville vonar að Southgate fari aftur í gamla kerfið og byrji með Phil Foden á hægri kantinum frekar en Jack Grealish.
Neville myndi svo henta Mason Mount aftur inn en hann hefur klárað sóttkví og getað æft síðustu daga.