fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Mourinho gagnrýnir franska landsliðið harkalega – „Þeir voru dansandi úti um allt“

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho gagnrýndi franska landsliðið harkalega eftir að þeir duttu út í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu gegn Sviss.

Frakkar voru undir í hálfleik gegn Sviss en komu til baka og voru komnir í 3-1 á tímabili. Frakkar misstu það niður og fór leikurinn í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Mbappe tók síðustu spyrnuna og lét verja frá sér.

Mourinho var óánægður með viðbrögð frönsku leikmannanna eftir þriðja mark þeirra í leiknum.

„Frakkar geta bara kennt sjálfum sér um. Þeir byrjuðu leikinn illa en þeir komu frábærlega til baka og sýndu hæfileikana sem eru í liðinu,“ sagði Mourinho við talkSPORT.

„En ég var ósáttur með hvernig þeir fögnuðu þriðja markinu. Ég var ekki ánægður með það. Ég fékk á tilfinninguna að þeir væru strax farnir að fagna hjá Eiffel turninum og dansandi úti um allt.“

„Það voru tuttugu mínútur eftir, leikurinn er ekki búinn. Hættið að dansa,“ sagði Mourinho við talkSPORT.

Mourinho gagnrýndi einnig skiptingar Didier Deschamps undir lok leiks og taldi þær hafa haft vond áhrif á leik liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sturlaður launapakki bíður Gary Lineker

Sturlaður launapakki bíður Gary Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Í gær

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels