fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Gunnar hættur með Víking Ó eftir slakt gengi í sumar

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 19:44

Gunnar Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Einarsson er hættur sem þjálfari Víkings Ó sem situr á botni Lengjudeildar karla. Þetta staðfesti félagið í kvöld með tilkynningu þar sem greint var frá því að Gunnar hafi sjálfur óskað eftir því að láta af störfum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að gengi liðsins hafi ekki staðið undir væntingum í sumar. Gunnar tók við sem þjálfari félagsins í nóvember 2020.

“Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem ég fékk hjá Ólsurum og ég hef óbilandi trú á því að leikmenn og aðrir sem að liðinu koma muni snúa gengi liðsins við,“ sagði Gunnar í tilkynningunni frá Víking Ó.

Gengi liðsins hefur verið arfaslakt í sumar en liðið er eins og áður sagði á botni Lengjudeildarinnar með eitt stig. Lokaleikur Gunnars var í gær þegar liðið tapaði 7-0 fyrir Þrótti Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Í gær

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis
433Sport
Í gær

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi