fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Ætlar að vera með vesen í viðræðum við United

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni ætlar Florentino Perez forseti Real Madrid að hefna sín á Manchester United, nú þegar enska félagið reynir að kaupa Raphael Varane.

United gekk í gær frá samkomulagi við Borussia Dortmund um kaup á Jadon Sancho og borgar félagið 73 milljónir punda fyrir enska kantmanninn.

Varane á ár eftir af samningi sínum við Real Madrid og vill fara, talið er að hann sé til sölu fyrir um 40 milljónir punda.

Vitað er að Ole Gunnar Solskjær leggur mikla áherslu á það að kaupa miðvörð og virðist Varane vera efstur á blaði í sumar.

Viðræður United og Real Madrid hafa ekki alltaf verið vel heppnaðar, fyrir nokkrum árum var Real Madrid að kaupa David de Gea þegar faxtækið í Manchester bilaði. Ekkert varð að kaupunum.

Real Madrid hefur svo reynt að kaupa Paul Pogba án árangurs og því vill Perez gera viðræðurnar erfiðar ef marka má Defensa Central á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Í gær

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis
433Sport
Í gær

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi