Jadon Sancho sem er að ganga í raðir Manchester United skellti sér á Twitter nú í morgun til þess að eyða út færslu. Færsluna setti hann inn árið 2016 þegar hann spilaði fyrir unglingalið Manchester City.
Hans-Joachim Watzke stjórnarformaður Borussia Dortmund hefur staðfest sölu félagsins á Jadon Sancho til Manchester United. Félögin náðu saman um kaupverð í gær.
Enski kantmaðurinn hefur verið á óskalista United í rúmt ár en United borgar 73 milljónir punda fyrir Sancho. Dortmund heimtaði 108 milljónir punda fyrir Sancho fyrir ári síðan, en United vildi ekki borga slíka upphæð.
Sancho er 21 árs gamall enskur kantmaður en hann hefur mátt þola bekkjarsetu í öllum leikjum Englands hingað til á Evrópumótinu.
„Fótboltinn er blár,“ skrifaði Sancho á Twitter árið 2016 en City fær 11 milljónir punda frá Dortmund vegna klásúlu sem var.