Valur tók á móti FH í 11. umferð Pepsi-Max deildar karla. Valur sigraði þar nokkuð örugglega, 2-0.
Fyrri hálfleikur liðanna var ekki mikið fyrir augað. FH-ingar héldu boltanum aðeins meira en Valsmenn voru hættulegri fram á við.
Valsmenn komu betur stilltir út í seinni hálfleikinn og Sigurður Egill Lárusson braut ísinn eftir tæplega klukkutíma leik þar sem Kristinn Freyr átti frábæran stoðsendingu. Sverrir Páll Hjaltested tvöfaldaði forystuna á 74. mínútu og þar við sat og niðurstaðan sanngjarn sigur Valsmanna. Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val þegar hann kom inná 76. mínútu.
Valur er í toppsæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á undan Breiðablik og Víkingi en þau eiga þó tvo leiki til góða. FH er í 7. sæti með 12 stig sem verður að teljast vonbrigði miðað við leikmannahópinn.
Valur 2 – 0 FH
1-0 Sigurður Egill Lárusson (´58)
2-0 Sverrir Páll Hjaltested (´74)