fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Pepsi-Max deild karla: Iðnaðarsigur Valsmanna á heimavelli gegn FH

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 21:12

Einar Karl lengst til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók á móti FH í 11. umferð Pepsi-Max deildar karla. Valur sigraði þar nokkuð örugglega, 2-0.

Fyrri hálfleikur liðanna var ekki mikið fyrir augað. FH-ingar héldu boltanum aðeins meira en Valsmenn voru hættulegri fram á við.

Valsmenn komu betur stilltir út í seinni hálfleikinn og Sigurður Egill Lárusson braut ísinn eftir tæplega klukkutíma leik þar sem Kristinn Freyr átti frábæran stoðsendingu. Sverrir Páll Hjaltested tvöfaldaði forystuna á 74. mínútu og þar við sat og niðurstaðan sanngjarn sigur Valsmanna. Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val þegar hann kom inná 76. mínútu.

Valur er í toppsæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á undan Breiðablik og Víkingi en þau eiga þó tvo leiki til góða. FH er í 7. sæti með 12 stig sem verður að teljast vonbrigði miðað við leikmannahópinn.

Valur 2 – 0 FH
1-0 Sigurður Egill Lárusson (´58)
2-0 Sverrir Páll Hjaltested (´74)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina