fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Lengjudeildin: ÍBV sigraði Selfoss í markaleik – Jafnt fyrir norðan

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í Lengjudeild karla í kvöld. Þór og Vestri skildu jöfn og ÍBV hafði betur gegn Selfyssingum.

Þór tók á móti Vestra í dag. Benedikt Warén spilaði sinn fyrsta leik fyrir Vestra en hann er á láni frá Breiðablik. Hann byrjaði vel og skoraði fyrsta mark leiksins. Bjarki Þór Viðarsson jafnaði fyrir Þór undir lok leiks og jafntefli því niðurstaðan.

Þór 1 – 1 Vestri
0-1 Benedikt V. Warén (’32 )
1-1 Bjarki Þór Viðarsson (’86 )

Gary Martin fór aftur á sinn gamla heimavöll er ÍBV tók á móti Selfossi. Jose Enrique Seoane Vergara kom ÍBV yfir snemma leiks en Gary Martin jafnaði stuttu síðar. Jose Vergara var aftur á ferðinni á 26. mínútu og kom heimamönnum yfir. Guðjón Pétur Lýðsson fékk frábært tækifæri til að auka forystuna þegar hann tók vítaspyrnu en hann skoraði ekki úr henni.

Aron Einarsson jafnaði snemma í seinni hálfleik en Guðjón Pétur Lýðsson reyndist hetjan er hann kom ÍBV yfir í þriðja skiptið á 72. mínútu.

ÍBV er í 2. sæti með 19 stig en Selfoss er í 10. sæti með 8 stig.

ÍBV 3 – 2 Selfoss
1-0 Jose Enrique Seoane Vergara (‘3 )
1-1 Gary John Martin (’12 )
2-1 Jose Enrique Seoane Vergara (’26 )
2-1 Guðjón Pétur Lýðsson (’45 , misnotað víti)
2-2 Aron Einarsson (’50 )
3-2 Guðjón Pétur Lýðsson (’72 )

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina