fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Haaland brjálaður yfir sölunni á Sancho

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 12:54

Jadon Sancho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala Borussia Dortmund á Jadon Sancho fer ekki vel í Haaland fjölskylduna ef marka má Twitter færslu frá Alf-Inge Haaland.

Hans-Joachim Watzke stjórnarformaður Borussia Dortmund hefur staðfest sölu félagsins á Jadon Sancho til Manchester United. Félögin náðu saman um kaupverð í gær.

Enski kantmaðurinn hefur verið á óskalista United í rúmt ár en United borgar 73 milljónir punda fyrir Sancho. Dortmund heimtaði 108 milljónir punda fyrir Sancho fyrir ári síðan, en United vildi ekki borga slíka upphæð.

Sancho er 21 árs gamall enskur kantmaður en hann hefur mátt þola bekkjarsetu í öllum leikjum Englands hingað til á Evrópumótinu.

„Helvítis, en gangi þér allt í haginn. Þín verður saknað,“ skrifar Alf-Inge Haaland á Twitter við frétt þar sem kaup United voru staðfest.

Sonur hans, Erling Haaland hefur verið hjá Dortmund í eitt og hálft ár en hann hefur áhuga á að fara í sumar en Dortmund neitar að selja hann fyrr en á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina