fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Dortmund staðfestir söluna á Sancho – Opinbera kaupverðið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 10:07

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hans-Joachim Watzke stjórnarformaður Borussia Dortmund hefur staðfest sölu félagsins á Jadon Sancho til Manchester United. Félögin náðu saman um kaupverð í gær.

Enski kantmaðurinn hefur verið á óskalista United í rúmt ár en United borgar 73 milljónir punda fyrir Sancho. Dortmund heimtaði 108 milljónir punda fyrir Sancho fyrir ári síðan, en United vildi ekki borga slíka upphæð.

Sancho er 21 árs gamall enskur kantmaður en hann hefur mátt þola bekkjarsetu í öllum leikjum Englands hingað til á Evrópumótinu.

„Það var ósk Sancho að breyta til,“ sagði Hans-Joachim Watzke á fréttamannafundi í Dortmund í morgun.

Búist er við að Sancho fari í læknisskoðun hjá United og skrifi undir um leið og England lýkur keppni á Evrópumótinu.

„Jadon Sancho er að fara frá Dortmund til Manchester United, bæði félög hafa náð samkomulagi um þetta mál. Ef allt fer í gegn borgar Manchester United 73 milljónir punda,“ segir í yfirlýsingu Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Í gær

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar