Hans-Joachim Watzke stjórnarformaður Borussia Dortmund hefur staðfest sölu félagsins á Jadon Sancho til Manchester United. Félögin náðu saman um kaupverð í gær.
Enski kantmaðurinn hefur verið á óskalista United í rúmt ár en United borgar 73 milljónir punda fyrir Sancho. Dortmund heimtaði 108 milljónir punda fyrir Sancho fyrir ári síðan, en United vildi ekki borga slíka upphæð.
Sancho er 21 árs gamall enskur kantmaður en hann hefur mátt þola bekkjarsetu í öllum leikjum Englands hingað til á Evrópumótinu.
„Það var ósk Sancho að breyta til,“ sagði Hans-Joachim Watzke á fréttamannafundi í Dortmund í morgun.
Búist er við að Sancho fari í læknisskoðun hjá United og skrifi undir um leið og England lýkur keppni á Evrópumótinu.
„Jadon Sancho er að fara frá Dortmund til Manchester United, bæði félög hafa náð samkomulagi um þetta mál. Ef allt fer í gegn borgar Manchester United 73 milljónir punda,“ segir í yfirlýsingu Dortmund.
A Borussia Dortmund press conference ongoing re new manager. Confirmation that Sancho fee agreed. CEO Hans-Joachim Watzke: „It was Jadon’s wish to change.“
— Simon Stone (@sistoney67) July 1, 2021