fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Declan Rice hafnaði West Ham – Á leið til Manchester?

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 19:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Chelsea vilja fá Declan Rice til félagsins í sumar. Leikmaðurinn hafnaði nýlega tveimur nýjum samningstilboðum frá West Ham að því er segir í frétt Telegraph.

Declan Rice hefur verið í lykilhlutverki í enska landsliðinu undir stjórn Gareth Southgate á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Þá átti hann frábært tímabil fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Rice á enn þrjú ár eftir af samningi hjá West Ham og vill félagið semja við hann til lengri tíma og hækka launin til að fæla hann frá stórliðunum á Englandi.

Leikmaðurinn hefur þó hafnað þessum tilboðum og þegar Manchester United og Chelsea fréttu af því settu þau sig strax í samband við leikmanninn. Manchester City hefur einnig áhuga á Rice en vill bíða þar til næsta sumar þar sem Fernandinho skrifaði undir eins árs framlengingu hjá félaginu.

Manchester United er að leita að varnarsinnuðum miðjumanni til að veita Scott McTominay samkeppni. United telur að klúbburinn hafi ákveðið forskot þar sem Rice er góður vinur Harry Maguire og þá gæti félagið notað Jesse Lingard, sem var á láni hjá West Ham, til þess að lækka kaupverðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina