Nuno Espirito Santo nálgast það að taka við Tottenham en viðræður eru sagðar á lokastigi. Leit Tottenham virðist ætla að taka enda.
Santo sagði upp hjá Wolves og hefur rætt við nokkur félög, hann fær nú starfð hjá Tottenham.
Tottenham hefur leitað að eftirmanni Jose Mourinho en leitin hefur gengið afar illa, fjöldinn af öllum stjórum sagði nei við starfinu.
Samkomulag er sagt nálgast en viðræður hafa verið í gangi síðustu daga og er sagðar á lokastigi
Stærsta verkefnið sem bíður Santo er að sannfæra Harry Kane um að vera áfram en enski framherjinn er sagður vilja burt frá Tottenham.