L’Equipe fer ítarlega yfir vandamál franska landsliðsins á Evrópumótinu þar sem liðið féll úr leik í 16 liða úrslitum. Þrjú atriði eru nefnd til sögunnar sem höfðu áhrif á liðið.
Eitt af þeim atriðum er sú staðreynd að Kylian Mbappe einn besti leikmaður liðsins var í vondu skapi alla keppnina. Mbappe mætti illa stemmdur í undirbúninginn og fór meðal annars í fýlu út í Olivier Giroud.
Mbappe fann ekki takt í mótinu og var blóraböggull liðsins í vítaspyrnukeppni gegn Sviss, þegar liðið féll út.
Hótelin sem franska landsliðið notaði í keppninni vöktu litla lukku á meðal leikmanna, liðið dvaldi á Marriott hóteli í Búdapest sem var ekki nógu gott. Þannig bað Paul Pogba um það að liðið yrði fært á betri stað en varð ekki að ósk sinni.
Einnig fór það verulega í taugarnar á leikmönnum að geta ekki hitt fjölskyldu sína á milli leikja, COVID-19 veiran kom í veg fyrir það en það pirraði mannskapinn.