fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Sögunni endalausu lokið – Félagsskipti Sancho til United verða tilkynnt á morgun

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 30. júní 2021 18:59

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur loksins náð samkomulagi við þýska félagið Dortmund um kaup á enska leikmanninum Jadon Sancho. Kaupverðið er 73 milljónir punda.

United reyndi að kaupa leikmanninn síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Þá vildi Dortmund fá 108 milljónir fyrir leikmanninn svo verðið á honum hefur lækkað töluvert.

Félögin hafa verið í viðræðum síðustu vikur en loksins hafa þau komist að samkomulagi og sagan endalausa fær loks endalok. Félagsskiptin verða staðfest á morgun samkvæmt Athletic.

Sancho er núna með enska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Southgate hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir að gefa Sancho lítinn spilatíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Í gær

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli