Brasilíska goðsögnin Pelé skellti sér á Twitter í vikunni og sendi Kylian Mbappe kveðju eftir vítaspyrnuklúður hans fyrir Frakkland.
Frakkar töpuðu gegn Sviss í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu á mánudag. Kylian Mbappe var skúrkurinn en hann tók fimmtu spyrnu Frakka og lét verja frá sér.
Liðsfélagar hans í franska landsliðinu og landsliðsþjálfarinn sögðu allir í viðtölum eftir leik að þetta væri ekki honum einum að kenna en þrátt fyrir það þurfti hann að þola mikið skítkast á samfélagsmiðlum.
Hann fékk þó stuðning úr óvæntri átt en sjálfur Pelé sendi honum kveðju á Twitter og hvatti hann til að halda áfram.
Keep your head up, Kylian! Tomorrow is the first day of a new journey, @KMbappe.
— Pelé (@Pele) June 28, 2021