fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Tyrkir kenna kærustu Birkis um hvernig fór – „Þau fengu sér kebab og allt virtist í blóma.“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. júní 2021 11:56

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert verður að því að Adana Demirspor í Tyrklandi klófesti Birkir Bjarnason. Frá þessu segja fjölmiðlar þar í landi og þar kennir forseti félagsins, unnustu Birkis um stöðu mála. Unnusta Birkis er fyrirsætan Sophie Gordon.

Birkir hefur undanfarið leikið með Brescia á Ítalíu en samningur hans þar í landi er á enda í lok mánaðarins Adana Demirspor var að koma upp í úrvalsdeildina í Tyrklandi og vildi semja við íslenska miðjumanninn.

Birkir er 33 ára gamall en hann hefur spilað í Noregi, Sviss, Englandi, Katar, Belgí og á Ítalíu. Birkir kom til Tyrklands á dögunum og allt leit vel út.

Getty Images

„Birkir kom til Adana með kærustu sinni, þau fengu sér kebab og allt virtist í blóma. Svo var kærastan til vandræða, við buðum þeim að búa í Istanbul ef þau vildu ekki búa í Adana. Þrátt fyrir það hafnaði Birkir þessu,“ sagði Murat Sancak forseti félagsins við fjölmiðla þar í landi.

Adana er í virðæðum við nokkur stór nöfn en má þar nefna Jose Fonte og Mario Balotelli en ólíklegt er að Birkir sem hefur verið einn besti leikmaður Íslands í áratug fari til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Í gær

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Í gær

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir