fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Tyrkir kenna kærustu Birkis um hvernig fór – „Þau fengu sér kebab og allt virtist í blóma.“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. júní 2021 11:56

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert verður að því að Adana Demirspor í Tyrklandi klófesti Birkir Bjarnason. Frá þessu segja fjölmiðlar þar í landi og þar kennir forseti félagsins, unnustu Birkis um stöðu mála. Unnusta Birkis er fyrirsætan Sophie Gordon.

Birkir hefur undanfarið leikið með Brescia á Ítalíu en samningur hans þar í landi er á enda í lok mánaðarins Adana Demirspor var að koma upp í úrvalsdeildina í Tyrklandi og vildi semja við íslenska miðjumanninn.

Birkir er 33 ára gamall en hann hefur spilað í Noregi, Sviss, Englandi, Katar, Belgí og á Ítalíu. Birkir kom til Tyrklands á dögunum og allt leit vel út.

Getty Images

„Birkir kom til Adana með kærustu sinni, þau fengu sér kebab og allt virtist í blóma. Svo var kærastan til vandræða, við buðum þeim að búa í Istanbul ef þau vildu ekki búa í Adana. Þrátt fyrir það hafnaði Birkir þessu,“ sagði Murat Sancak forseti félagsins við fjölmiðla þar í landi.

Adana er í virðæðum við nokkur stór nöfn en má þar nefna Jose Fonte og Mario Balotelli en ólíklegt er að Birkir sem hefur verið einn besti leikmaður Íslands í áratug fari til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“