

Jadon Sancho er besta vítaskytta Englands ef miðað er við tölfræðina, hann hefur tekið fjórar vítaspyrnur á nokkuð stuttum ferli sínum og skorað úr þeim öllum.
England mætir Þýskalandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins á Wembley klukkan 16:00 í dag. Búast má við jöfnum og spennandi leik.
Englendingar fá yfirleitt í magann þegar þeir fara í vítaspyrnukeppni á stórmóti, sagan er ekki með þeim í liði.
Harry Kane er reyndasta skytta liðsins og skorar hann úr 88 prósent af þeim vítum sem hann hefur tekið. Marcus Rashford hefur fína reynslu og er góður á punktinum.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.
