Stuðningsmenn Englands eru vel spenntir fyrir viðureign dagsins þar sem England og Þýskaland mætast í 16 liða úrslitum Evrópumótsins.
Fjöldi Englendinga tekur sér frí frá vinnu í dag og var fjöldinn allur mættur á knæpur landsins klukkan 07:00 í morgun.
Ensk götublöð fjalla mikið um leikinn og þá sérstaklega um unnustur þýskra leikmanna sem vekja athygli
Stelpurnar verða í stúkunni í kvöld þegar flautað verður til leiks á Wembley.