fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

EM 2020: Úkraína skoraði seint í framlengingu og fer áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 21:36

Artem Dovbyk. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraína fór í kvöld í 8-liða úrslit EM 2020 eftir sigur á Svíþjóð í framlengdum leik.

Leikurinn fór rólega af stað. Fjör færðist í leikinn þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Oleksandr Zinchenko kom Úkraínu yfir á 27. mínútu leiksins.

Úkraínumenn stýrðu ferðinni fram að jöfnunarmarki Svía á 43. mínútu. Þá skoraði Emil Forsberg af löngu færi. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmann Úkraínu. Staðan í hálfleik var 1-1.

Bæði lið komust nálægt því að skora nokkrum sinnum í seinni hálfleik. Þeim tókst það hins vegar ekki og því þurfti að fara í framlengingu.

Eftir tæpar tíu mínútur af framlengingu fékk Marcus Danielson, leikmaður Svíþjóðar, rautt spjald fyrir ljótt brot á Artem Biesiedin. Dómarinn notaðist við VAR til að komast að niðurstöðunni.

Einum fleiri fundu Úkraínumenn sigurmark seint í framlengingunni, nánar til tekið á 121. mínútu. Þá skoraði Artem Dovbyk eftir frábæra fyrirgjöf frá Zinchenko. Lokatölur 2-1 fyrir Úkraínu.

Úkraína mætir Englandi í 8-liða úrslitum. Svíar eru á heimleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“