Frank de Boer hefur misst vinnuna sína sem þjálfari hollenska landsliðsins eftir að liðið féll úr leik í 16 liða úrslitum Evrópumótsins.
De Boer hefur ekki vegnað vel sem þjálfari síðustu ár og tækifærið með Hollandi var hans tækifæri til að kveikja líf í ferlinum.
Holland spilað vel í riðlakeppninni en féll á prófinu þegar liðið mætti Tékklandi í 16 liða úrslitum.
De Boer tók við liðinu þegar það hafði nú þegar tryggt sig inn á Evrópumótið en Ronald Koeman lét þá af störfum til að taka við Barcelona.