Svíar ganga um í draumalandi þessa dagana eftir að knattspyrnulandsliðið tryggði sig inn í 16 liða úrslit Evrópumótsins.
Svíar mæta Úkraínu í kvöld í seinasta leiknum í 16 liða úrslitum og eiga að vera sigurstranglegir.
Fyrir leikinn fengu Svíar góða kveðjur en grínarinn, Will Ferrell sendi liðinu kveðju sem birt var á Twitter síðu sænska knattspyrnusambandsins.
Þar syngur leikarinn geðþekki og Íslandsvinurinn á sænsku og kveikir neista í sænsku þjóðinni. „Þið eruð svo sterkir,“ segir Ferrell meðal annars. Ferrell lék stórt hlutverk í kvikmynd um Eurovison sem tekinn var upp á Húsavík á síðasta ára.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
En hälsning till herrlandslaget från Will Ferrell! 😂🇸🇪
Är ni lika peppade på åttondelsfinal som @LAFC ägare!? 🔥😄
— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) June 29, 2021